Viðskipti

Þorsteinn Magnússon ráðinn til Icelandic Ný-Fisks í Sandgerði
Laugardagur 31. október 2015 kl. 07:00

Þorsteinn Magnússon ráðinn til Icelandic Ný-Fisks í Sandgerði

Þorsteinn Magnússon hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Icelandic Ný-Fisks í Sandgerði. Þorsteinn er fæddur og uppalinn í Keflavík en hann starfaði nú síðast fyrir Storm Seafood í Hafnarfirði.

Þorsteinn er menntaður í sjávarútvegsfræðum og er með B.Sc. í þeim frá Háskólanum á Akureyri. Hann er einnig með M.Sc. gráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík.
Forstjóri Icelandic Group, Árni Geir Pálsson, segir við Viðskiptablaðiði í tilefni ráðningarinnar að bakgrunnur og reynsla Þorsteins muni nýtast Icelandic vel í þróun og uppbyggingu fyrirtækisins.

Í frétt VF frá því Icelandic keypti Ný-Fisk kemur fram að Ný‐Fiskur sérhæfir sig í frumvinnslu og sölu á ferskum sjávarafurðum, sér í lagi þorski og ýsu. Samhliða kaupunum yfirtók fyrirtækið Útgerðarfélag Sandgerðis sem rekur línubátinn Von GK‐113 með kvóta upp á um 800 tonn.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Fyrirtækið notar yfir 7.000 tonn af hráefni árlega til sinnar framleiðslu. Um 70% af framleiðslu eru seld sem ferskar afurðir með flugi þar sem fiskurinn er komin á disk neytenda innan við 48 tímum eftir að fiskurinn kemur upp úr sjó. Í kjölfar kaupanna var nafni Ný‐Fisks breytt í Icelandic Ný‐Fiskur.