Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Þjónum áfram 500 fyrirtækjum og 300 heimilum á Suðurnesjum
Fimmtudagur 2. febrúar 2012 kl. 10:47

Þjónum áfram 500 fyrirtækjum og 300 heimilum á Suðurnesjum


Tímamót urðu nú í vikunni þegar Íslenska gámafélagið hætti að hirða heimilissorp á Suðurnesjum. Fyrirtækið, sem áður hét Njarðtak, hefur séð um sorphirðu á heimilissorpi Suðurnesjamanna í rétt tæpa þrjá áratugi. Það var því nokkuð sérstakt fyrir Ólaf Thordersen að vakna í gærmorgun og þurfa ekki að hafa frekari áhyggjur af heimilissorpinu.


Þó svo samningurinn um hirðingu heimilissorps sé farinn til annars verktaka þá hefur Íslenska gámafélagið ekki sagt skilið við Suðurnes, síður en svo. Fyrirtækið annast áfram alla sorphirðu frá 500 fyrirtækjum á Suðurnesjum, þjónustar grænu tunnuna á um 300 heimilum á Suðurnesjum, sér um alla flutninga fyrir Kölku frá gámasvæðum Kölku og ýmislegt fleira. Þá er fyrirtækið með flokkunarstöð í Helguvík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Ólafur hefði í útboðinu á sorphirðunni sem fram fór á dögunum sjá Kölku stíga skref í átt til frekari umhverfisverndar og taka upp tveggja flokka kerfi sem hefði þýtt að tvær tunnur væru við hvert heimili. Íslenska gámafélagið gerði Kölku gott tilboð í þá veru því Evrópusamþykktir gera ráð fyrir að þetta skref verði stigið mjög fljótlega. Kerfið virkar þannig að hálfsmánaðarlega yrði losað almennt heimilissorp og einu sinni í mánuði er losuð græn endurvinnslutunna með pappír, dagblöðum, tímaritum, bæklingum, mjólkurfernum, plastumbúðum, niðursuðudósum og minni málmhlutum. Ólafur segir að með þessu kerfi myndu Suðurnesjamenn taka 40-50 tonn til endurvinnslu á mánuði, sem nú fara beint í brennslu.


Hjá Íslenska gámafélaginu eru 15 starfsmenn á Suðurnesjum og stærstur hluti þeirra heldur vinnu sinni áfram, enda næg verkefni framundan og hluti af mannskapnum mun færast á milli starfsstöðva fyrirtækisins, sem er mjög öflugt á höfuðborgarsvæðinu og víða um land.


Hjá Íslenska gámafélaginu starfa 230 manns á landsvísu og er fyrirtækið leiðandi í endurvinnslu frá a-ö. Þá hefur fyrirtækið verið að breyta bílakosti sínum yfir í metanbíla, enda metan orkugjafi sem unninn er úr sorphaugum.


Ólafur sagði að fyrirtækið verði áfram mjög sýnilegt á Suðurnesjum, a.m.k. næstu 30 árin og áfram ætli Íslenska gámafélagið að styðja við íþrótta- og æskulýðsstarf á Suðurnesjum.