Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Miðvikudagur 24. maí 2000 kl. 19:11

Thermo Plus semur fyrir milljarð króna

Thermo Plus hefur gert stóran þriggja ára samning við stórfyrirtæki í Sádí-Arabíu sem metinn er á allt að 700 millj.kr. Fyrirtækið hefur einnig gert samning við breska stórheildsala, sem metinn er á um 120 millj.kr. Þetta eru langstærstu samningar fyrirtækisins til þessa. Samkvæmt samningnum við fyrirtækið í Sádí-Arabíu mun Thermo Plus flytja út kælivélar í flutningabíla og þekkingu sem starfsmenn fyrirtækisins búa að. Eignarhald verður sameiginlegt en á næstu árum verða verksmiðjur settar upp ytra í samræmi við sölu á tæknileyfum enda mun samningurinn ná til stórs markaðssvæðis í sex löndum við Persaflóann, þ.e. Kúveit, Sádí-Arabíu, Katar, Óman, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Barein. Breskir fulltrúar stórheildsala, sem sjá um 60-70 prósent af markaði á sínu sviði í Bretlandi, voru einnig að ganga frá samningi á þriðjudag við Thermo Plus. Fyrirtæki þeirra er nú að kaupa og endurnýja bíla og hluti í þá fyrir um 600 millj.kr. Kælivélar verða keyptar af Thermo Plus fyrir um 120 millj.kr.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024