Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Tap FLE á fyrri hluta árs ríflega milljarður
Föstudagur 1. september 2006 kl. 13:04

Tap FLE á fyrri hluta árs ríflega milljarður

Flugstöð Leifs Eiríkssonar tapaði ríflega milljarði króna á fyrstu sex mánuðum ársins þrátt fyrir að tekjur félagsins hafi aukist um tólf prósent á tímabilinu.

Heildartekjur námu rúmum þremur milljörðum króna frá janúarbyrjun til júníloka og vegur fjölgun farþega sem fara um flugstöðina þyngst í aukningu tekna. Tap félagsins má hins vegar skýra með því að skuldir þess eru að mestu í erlendri mynt og var gengistap 1,6 milljarðar á tímabilinu. Eins og sagt hefur verið frá í fréttum standa yfir miklar framkvæmdir í Leifsstöð og vegna þeirra og óhagstæðrar gengisþróunar hafa langtímaskuldir vaxið úr 6,5 milljörðum króna í 9,6 milljarða á tímabilinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024