Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Tækniklasi Suðurnesja stofnaður á fimmtudag
Tækniklasi Suðurnesja verður stofnaður formlega á fimmtudag í Eldey á Ásbrú í Reykjanesbæ.
Þriðjudagur 20. október 2015 kl. 11:13

Tækniklasi Suðurnesja stofnaður á fimmtudag

Tækniklasi Suðurnesja verður stofnaður formlega á fimmtudag í Eldey á Ásbrú í Reykjanesbæ. Stofnun klasans verður kl. 17 en klukkutíma áður ætlar Hakkit-fólkið að kynna Hakkit vísindasmiðjuna sem er í frumkvöðlasetrinu Eldey.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, nýsköpunarráðherra, mun ávarpa samkomuna. Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Sjávarklasans, mun greina frá reynslunni af þeim klasa. Þá verða nokkur verkefni sem unnin eru á vegum Keilis kynnt, sem og verkefnin „Fly-bókunarkerfið“ og „Flugvirkinn“. Að endingu verður svo Tækniklasi Suðurnesja formlega stofnaður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024