Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Svona verða nýju Icelandair-þoturnar
Svona munu nýjar þotur Icelandair líta út. Mynd: Boeing
Fimmtudagur 6. desember 2012 kl. 12:44

Svona verða nýju Icelandair-þoturnar

Flugfloti Icelandair mun taka stakkaskiptum eftir rúm fimm ár þegar fyrstu Boeing 737Max vélar félagsins verða afhentar. Í tilkynningu frá Icelandair kemur fram að ný þoturnar séu sparneytnari og minni en núverandi flugkostur. Þar með gefst tækifæri til að fjölga áfangastöðum og auka tíðni ferða. Það eru góð tíðindi fyrir íslenska túrista.

Sömu vélar og Norwegian

Það er ekki víst að Icelandair verði fyrsta félagið til að bjóða upp á þessa nýju tegund Boeing véla í Íslandsflugi því norska félagið Norwegian pantaði í byrjun ársins 100 þotur af sömu gerð. Norska félagið flýgur hingað til lands frá Osló allt árið um kring. Icelandair er annað félagið í Evrópu til að ganga frá pöntun á Boeing 737Max staðfestir blaðafulltrúi flugvélaframleiðandans, Daniel Mosely, í samtali við Túrista.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024