SVEIFLA Í SPARISJÓÐNUM Í KEFLAVÍK
Nýjir þjónustuþættir hafa gengið velÞað er mikil sveifla á Sparisjóðnum í Keflavík og eins og lesa mátti í síðustu viku nam hagnaður sjóðsins 70 milljónum króna fyrir skatt fyrstu sex mánuði ársins. Síðasta ár var tímamótarár í Sparisjóðnum og Geirmundur Kristinsson, Sparisjóðsstjóri getur því verið ánægður með árangurinn.Hverju þakkar þú umbyltingu í rekstri Sparisjóðsins síðustu 18 mánuði?„Af mörgu er að taka, fyrst skal nefna að gerðar voru róttækar skipulagsbreytingar sem skiluðu sér í virkari stjórnun Sparisjóðsins og einnig höfum við verið með mjög virkt kostnaðareftirlit í rekstri. Auk þess hefur hagur dótturfélaga verið með ágætum. Önnur ytri skilyrði hafa einnig verið góð og nefni ég þar að atvinnuástand á Suðurnesjasvæðinu hefur sjaldnar verið betra.“Hagnaður fyrstu sex mánuði þessa árs er 27% hærri en í fyrra sem þótti mjög gott. Má eiga von á svona áframhaldandi vexti?„Rekstraráætlun sem gerð var í upphafi árs gerði ráð fyrir svipaðri rekstrarafkomu og á árinu 1998. Í endurskoðaðri áætlun er gert ráð fyrir að afkoman verði síst lakari en árið 1998. Í dag liggur fyrir afkoma fyrstu sjö mánuði ársins og staðfestir hún væntingar um góða afkomu.“Nú hafið þið verið að útvíkka starfsemina í verðbréfaviðskiptum og fleira svo og að auka ýmsa þjónustu. Hvernig hafa þessar nýjungar gengið og má eiga von á einhverju fleiru á næstunni.„Það er rétt að þessir nýju þjónustuþættir s.s. viðskiptastofan, eignastýring og tengd þjónusta hafa gengið framar björtustu vonum. Það er greinilegt að mikil þörf var fyrir slíka þjónustu eins og marka má af frábærum viðtökum Suðurnesjamanna. Hvað viðskiptastofuna varðar þá hefur hún sinnt mörgum stórum verkefnum og eru mörg stærri á döfinni“, sagði Geirmundur Kristinsson, Sparisjóðsstjóri.