Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Þriðjudagur 1. febrúar 2000 kl. 15:24

Sveifla hjá Thermo plus

Frysti og kælibúnaðarfyrirtækið Thermo plús sem hóf rekstur í Reykjanesbæ á síðasta ári er að auka fjölda starfsmanna úr 20 í 50. Fyrirtækið hefur opnað skrifstofu í Bretlandi og stefnir að því að vera með tólf söluskrifstofur í tólf löndum í Evrópu. Um er að ræða þekktar verslunarkeðjur á borð við Sanisburys, Teexco og Iceland. í framhaldinu mun framleiðsla aukast mikið og starfsmönnum verður fjölgað úr tuttugu í fimmtíu á næstu þremur mánuðum. ÁRsvelta er áætluð um hálfur milljarður á árinu 2000. Bjartsýni forráðamanna thermo plus byggist á fyrrgreindum sölusamningum og umfangsmiklum markaðsrannsóknum en búist er við 10% árlegum vexti í heimsviðskiptum með kælitæki næsta áratuginn - og mesta aukningin muni verða í viðskiptum við þróunarríkin. Fyrirtækið hefur hingað til einbeitt sér að ná markaðshlutdeild á Bretlandi en dótturfélag Thermo plus hefur séð um markaðs- og sölumál þar með mjög góðum árangri. Meðal landa þar sem söluskrifstofur verða opnaðar eru Írland, Svíþjóð, Holland , Portúgal, frakkland og Þýskaland. Forráðamenn fyrirtækisins sjá fram á frekari vöxgt þess hér á landi og að starfsmannafjöldi geti fari vel yfir eitthundrað á næstu tveimur árum. Thermo plus á Íslandi hóf framleiðslu á síðasta ári. Undirbúningur og uppbygging verksmiðjusvæðis fyrirtækisins í Reykjanesbæ hefur staðið yfir frá árinu 1998. Viðskiptavinir fyrirtækisins á Evrópumarkaði eru til dæmis landsflutningafyrirtæki, stórmarkaðir, heildsölur með matvörur, fiskiðnaður, veitingahúsakeðjur og fjármögnunarleigur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024