Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Sumaráætlun Delta á milli New York og Keflavíkur hefst í dag
Laugardagur 2. júní 2012 kl. 12:30

Sumaráætlun Delta á milli New York og Keflavíkur hefst í dag

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Áætlunarflug Delta Air Lines á milli New York og Keflavíkur hefst laugardaginn 2. Júní. Flogið verður fimm sinnum í viku yfir sumarmánuðina í samvinnu við KLM flugfélagið.

„Okkur er sönn ánægja að taka aftur upp þessa vinsælu sumarþjónustu við viðskiptavini. Við hlökkum til þess að flytja á ný þúsundir gesta frá Bandaríkjunum til Íslands, sem verður lyftistöng fyrir íslenska ferðaþjónustu,” segir Bob Hannah, svæðisstjóri sölumála Delta á Norður-löndum og í Evrópu.

Notast verður við 174 sæta Boeing 757-200 vél á flugleiðinni frá Keflavík og er áætlunin hugsuð með það að leiðarljósi að auðvelda tengiflug frá New York, þaðan sem flugfarþegar geta valið á milli framhaldsflugs til 55 vinsælla áfangastaða á borð við Los Angeles, Miami, Las Vegas og Atlanta.

Fjöldi Íslendinga nýtti sér öflugt leiðarkerfi Delta til ferðalaga vítt um Norður- og Suður-Ameríku síðastliðið sumar. Aðstaða félagsins á JFK flugvelli í New York er hin glæsilegasta. Farþegar sem hyggja á tengiflug með Delta njóta ýmissa þæginda og þurfa t.d. ekki að skipta um flugstöðvarbyggingu.

Í fyrra flugu um 20.000 farþegar til Íslands á vegum Delta og dvöldu þeir að meðaltali í fjóra til sex daga hér á landi. Flestir keyptu þeir gistingu á suð-vestur horninu en fóru í styttri skoðunarferðir út á land.