Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Suðurnesjamenn taka þátt í Sushi-æðinu
Föstudagur 27. janúar 2012 kl. 15:02

Suðurnesjamenn taka þátt í Sushi-æðinu

Veitingastaðurinn Thai Keflavík hóf í gær sölu á Sushi en mikil vöntun hefur verið hér á Suðurnesjum eftir þessum vinsæla og holla bita.

Magnús Heimisson einn af eigendum Thai Keflavík segir að viðbrögðin hafi verið frábær enn sem komið er, en í gær fór salan vel af stað. „Viðbrögðin hafa verið framar björtustu vonum og bara í dag erum við búin að selja mun meira en við gerðum ráð fyrir,“ sagði Magnús í  samtali við blaðamann sem náði sér í bakka í hádeginu. Yfirkokkurinn á Thai Keflavík er nýlega komin heim frá einum virtasta Sushiskóla í Asíu þaðan sem hún útsrifaðist með prýði. Hún er nú með lærling í kennslu enda er nóg að gera. „Þetta fer vel af stað og við erum með ýmislegt planað ef að þetta gegnur vel,“ bætti Magnús við.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Magnús segir að núna sé eingöngu hægt að kaupa bakka með 10 blönduðum bitum saman en það standi til að auka framboð og úrval, það fari bara eftir því hvernig Suðurnesjamenn taki í þennan vinsæla og holla mat.