SUÐURNESJAMAÐUR Í STÓL FRAMKVÆMDASTJÓRA VETNISFÉLAGSINS
Hið íslenska vetnisfélag er í samningaviðræðum við Suðurnesjamann um að taka að sér starf framkvæmdastjóra.Skv. heimildum blaðsins hefur ekki verið gengið formlega frá ráðningunni en mun verða gert á næstu dögum. Hið íslenska vetnisfélag hóf nýlega samvinnu við stórfyrirtækin Daimler&Chrysler, Shell international og Norsk Hydro og framtíðin virðist björt en vetni er að margra áliti orkugjafi nýrrar aldar. Víkurfréttir höfðu samband við Hjálmar Árnason, þingmann, sem var frumkvöðull að framgangi nýhafins samstarfs og báru á hann starfið en hann kvaðst ekki vera á leiðinni í framkvæmdastjórastólinn.