Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Föstudagur 2. júlí 1999 kl. 00:10

SUÐURNESJA-LIMMÓ!

Fyrsta Limosínan sem gerð er út frá Suðurnesjum kom á götuna á dögunum. Það eru félagarnir Sigmar Eðvarðsson (t.v.) og Hjalti Allan Sverrisson (t.h.) sem eiga bílinn. Hann er án efa sá glæsilegasti í sínum flokki hér á landi. Í bifreiðinni eru öll sæti leðurklædd og „hornsófi“ afturí bílnum. Þá eru í honum tvö sjónvarpstæki og tveir barir svo eitthvað sé nefnt. Bifreiðin hefur fengið einkanúmerið ROYAL 1. Þeir sem vilja komast í ökuferð er bent á símanúmerin 896 9343 eða 895 6292.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024