Subway opnar á Keflavíkurflugvelli
Subway mun opna veitingastað á Keflavíkurflugvelli eftir nokkrar vikur. Að sögn Skúla Gunnars Sigfússonar eiganda og framkvæmdastjór er nú unnið að því að innrétta veitingastað sem verður í sama húsnæði og hin þekkta veitingakeðja Wendys. Töluverðar breytingar er verið að gera þessa dagana á Subway-réttunum.Veitingastaðir Subway bjóða nú viðskiptavinum sínum nýjar tegundir af sælkerabrauði og bjóða nú í fyrsta sinn sósur með kafbátunum. Þessar nýjungar hafa slegið í gegn á Subway stöðum í Bandaríkjunum og víðar. Nýju brauðin eru ítalskt kornbrauð, Parmesan Oregano og Country Wheat, en auk þess er boðið áfram upp á þau brauð sem voru fyrir, ítalskt brauð og heilhveitibrauð. Samhliða nýja brauðinu hefur verið tekið upp á þeirri nýjung að bjóða upp á vefjur (Subway Wrap) sem eru nokkurs konar mexíkóskar hveitikökur. Nýju sósurnar eru Honey Mustard, Asiago, Southwest og Horseradish sósa. Einnig hefur skurði brauðanna verið breytt, þ.e. í staðinn fyrir að skera ofaní brauðið er núna skorið þvert í það. Viðskiptavinir geta þó beðið um gamla skurðinn áfram. Með þessum nýjungum er Subway að auka fjölbreytni matseðilsins og koma til móts við kröfur viðskiptavinarins um hollustu og ferskleika á nýrri öld.
Subway staðirnir eru nú rúmlega 16.000 talsins í 74 löndum. Á síðasta ári fór fjöldi Subway staða í fyrsta sinn framúr fjölda McDonalds staða í Bandaríkjunum og er Subway nú með flesta veitingastaði þar í landi.
Stjarnan ehf., einkaleyfishafi Subway á Íslandi, rekur nú 9 veitingastaði á Íslandi, við Faxafen, Austurstræti, Kringlunni, Esso-stöðinni Ártúnshöfða,
Spönginni, Esso-stöðinni Borgartúni, Esso-stöðinni Reykjavíkurvegi Hafnarfirði, Keflavík og Akureyri.
Subway staðirnir eru nú rúmlega 16.000 talsins í 74 löndum. Á síðasta ári fór fjöldi Subway staða í fyrsta sinn framúr fjölda McDonalds staða í Bandaríkjunum og er Subway nú með flesta veitingastaði þar í landi.
Stjarnan ehf., einkaleyfishafi Subway á Íslandi, rekur nú 9 veitingastaði á Íslandi, við Faxafen, Austurstræti, Kringlunni, Esso-stöðinni Ártúnshöfða,
Spönginni, Esso-stöðinni Borgartúni, Esso-stöðinni Reykjavíkurvegi Hafnarfirði, Keflavík og Akureyri.