Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Stundvísitölur: 94 prósent brottfara á tíma
Þriðjudagur 2. október 2012 kl. 11:14

Stundvísitölur: 94 prósent brottfara á tíma

Af þeim 407 ferðum sem farnar voru til útlanda frá Keflavíkurflugvelli seinni hluta september seinkaði aðeins tuttugu og fjórum. Þrjár af hverjum fjórum eru á vegum Icelandair. Það er vefurinn Túristi.is sem greinir frá þessu.

Farþegaþotur Icelandair flugu héðan til útlanda rúmlega þrjú hundruð sinnum síðastliðnar tvær vikur. Þær voru á réttum tíma í 95 prósent tilvika. Einni af fjörtíu og þremur brottförum Iceland Express seinkaði og allar þrettán ferðir WOW air voru á tíma. Síðastnefnda félagið hefur dregið töluvert úr framboði sínu og er nú fjórða umsvifamesta félagið á Keflavíkurflugvelli því SAS flaug daglega til Osló á tímabilinu. Þremur brottförum skandinavíska félagsins seinkaði og var stundvísi þess 80 prósent.

Norwegian, easyJet, Air Greenland og Primera Air héldu einnig úti áætlunarflugi héðan á tímabilinu en í mun minni mæli en þau fjögur sem finna má í stundvísiútreikningum Túrista að þessu sinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Aukið vægi Icelandair

Í júlí stóð Icelandair undir tveimur þriðju af öllu millilandaflugi héðan samkvæmt talningu Túrista. Nú þegar dregið hefur úr ferðum til og frá landinu þá eykst vægi félagsins töluvert og á seinni helmingi nýliðins mánaðar voru þrjár af hverjum fjórum ferðum farnar með vélum Icelandair.

Stundvísitölur seinni hluti september

16.-30.sept. Hlutfall brottfara á tíma Meðalseinkun brottfara Hlutfall koma á tíma Meðalseinkun koma Hlutfall ferða á tíma Meðalseinkun alls Fjöldi ferða
Icelandair 95% 2 85% 5 90% 3 622
Iceland Express 98% 12 100% 0 99% 6 88
SAS 80% 1 93% 1 87% 1 30
WOW air 100% 0 77% 4 88% 2 26

Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfaratímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru fimmtán mínútur dregnar frá öllum seinkunum. Flug sem tefjast um minna en stundarfjórðung teljast vera á áætlun.