Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Stuðningur við fyrirtækjarekstur kvenna
Mánudagur 8. desember 2014 kl. 10:30

Stuðningur við fyrirtækjarekstur kvenna

– kynning í hádegiserindi í Eldey

Nýr lánaflokkur Byggðastofnunar til fyrirtækjareksturs kvenna kynntur í hádegiserindi í Eldey frumkvöðlasetri þriðjudaginn 9. desember kl. 12:00.

Elín Gróa Karlsdóttir forstöðumaður fyrirtækjasvið Byggðastofnunar kynnir nýjan lánaflokk - Stuðningur við fyrirtækjarekstur kvenna í hádegiserindi í Eldey frumkvöðlasetri þriðjudaginn 9. desember kl. 12:00.

Vonast er til að lánaflokkurinn ýti undir fjölbreyttari atvinnutækifæri fyrir konur í byggðum landsins en að auki lítur Byggðastofnun svo á að jafnréttismál í víðu samhengi séu meðal allra brýnustu byggðamála.

Fyrirtæki í eigu kvenna eða fyrirtæki sem stýrt er af konum eru í miklum minnihluta fyrirtækja í viðskiptum við fjármálafyrirtæki, einkum í landsbyggðunum. Þetta á líka við um Byggðastofnun.
Þrjár ástæður hafa einkum verið nefndar sem ástæða fyrir þessu. Í fyrsta lagi að að vinnumarkaður landsbyggðanna sé mjög karllægur, í öðru lagi að karlar séu ráðandi í stjórnun fyrirtækja og í þriðja lagi að lánareglur séu þannig að þær henti illa tegundum og stærð fyrirtækja sem konur stofna.

Oft og tíðum vantar konur sem eru að fara af stað með rekstur fjármagn til að kaupa þau tæki og þann búnað sem þarf til að koma fyrirtækinu af stað og víða í löndunum í kringum okkur eru starfræktir sérstakir lánasjóðir fyrir konur sem vilja fara út í rekstur fyrirtækja eða efla rekstur núverandi fyrirtækis. Oft er um að ræða lítil fyrirtæki í byrjun sem bera illa háan fjármagnskostnað t.d vegna kaupa á atvinnuhúsnæði, en þannig fyrirtæki sækjast heldur eftir leiguhúsnæði á meðan þau eru að vaxa úr grasi.

Það er von Byggðastofnunar að með þessu framtaki sé stigið skref til að bæta úr þessum vanda.

Nánari uppl. má sjá hér.

Eldey frumkvöðlasetur
Grænásbraut 506, Ásbrú

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024