Stórt verktakafyrirtæki stofnað á Suðurnesjum
Stórt verktakafyrirtæki var stofnað á Suðurnesjum í morgun. Fyrirtækið heitir VT verktakar hf. og að því standa 38 verktakar, iðnmeistarar og þjónustufyrirtæki á Suðurnesjum.Í tilefni að opnun Keflavíkurflugvallar sem nýtt markaðssvæði í bygginga viðhalds og þjónustugeira hafa 38 verktakar, iðnmeistarar og þjónustufyrirtæki stofnað í dag nýtt verktakafyrirtæki í Reykjanesbæ sem heitir VT. Verktakar hf.
Markmið og tilgangur félagsins er meðal annars að taka þátt í útboðum á Keflavíkurflugvelli, en þar verða boðnar út allar framkvæmdir, viðhald og þjónusta frá og með 1 janúar 2004.
Á stofnfundi í dag voru kosnir í stjórn þeir Einar Guðberg Gunnarsson, Ingólfur Bárðarsson og Anton Jónsson sem jafnframt er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Fyrirtækið er skráð að Hólmgarði 2 Reykjanesbæ en þar er m.a til húsa meistarafélag byggingarmanna á Suðurnesjum.
Fyrirtækið er hlutafélag sem er öllum opið.
Markmið og tilgangur félagsins er meðal annars að taka þátt í útboðum á Keflavíkurflugvelli, en þar verða boðnar út allar framkvæmdir, viðhald og þjónusta frá og með 1 janúar 2004.
Á stofnfundi í dag voru kosnir í stjórn þeir Einar Guðberg Gunnarsson, Ingólfur Bárðarsson og Anton Jónsson sem jafnframt er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Fyrirtækið er skráð að Hólmgarði 2 Reykjanesbæ en þar er m.a til húsa meistarafélag byggingarmanna á Suðurnesjum.
Fyrirtækið er hlutafélag sem er öllum opið.