Stórsýning í Íþróttamiðstöðinni í Garði í haust
Ákveðið hefur verið að stefna að stórsýningu í Íþróttamiðstöðinni í Garðinum í haust. Tilefni sýningarinnar er að í ár á Gerðahreppur 95 ára afmæli og 10 ár eru liðin frá því Íþróttamiðstöðin var tekin í notkun. Sýningin verður dagana 18.til 20.október nk.Fyrirtækjum, stofnunum, handverksfólki, listafólki, félagasamtökum og útlendingum búsettum í Garði verður boðið að kynna starfsemi sína og menningu.
Við vonumst eftir jákvæðum viðbrögðum þannig að hægt verði að vekja athygli á þeirri blómlegu starfsemi sem fram fer í sveitarfélaginu, segir í tilkynningu frá Gerðahreppi.
Nánari upplýsingar gefa Ásgeir Hjálmarsson sími 894 2135 og Sigurður Jónsson,sveitarstjóri, í síma 422 7108.
Við vonumst eftir jákvæðum viðbrögðum þannig að hægt verði að vekja athygli á þeirri blómlegu starfsemi sem fram fer í sveitarfélaginu, segir í tilkynningu frá Gerðahreppi.
Nánari upplýsingar gefa Ásgeir Hjálmarsson sími 894 2135 og Sigurður Jónsson,sveitarstjóri, í síma 422 7108.