Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Stóriðjuskóli Norðuráls settur í fyrsta sinn
Mánudagur 9. janúar 2012 kl. 10:25

Stóriðjuskóli Norðuráls settur í fyrsta sinn

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fimmtudaginn 5. janúar var Stóriðjuskóli Norðuráls settur í fyrsta sinn á Grundartanga. Norðurál rekur skólann í samstarfi við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og Símenntunarmiðstöð Vesturlands.


Námsskrá skólans er viðurkennd af mennta og menningarmálaráðuneytinu. Mjög mikill áhugi er meðal starfsmanna á hinum nýja skóla. Það eru 32 einstaklingar sem hefja nám núna í janúar en 79 sóttu um skólavist. Námið er þrjár annir og munu fyrstu nemendurnir útskrifast í apríl 2013.


Það var Ragnar Guðmundsson forstjóri Norðuráls sem setti skólann formlega við hátíðlega athöfn á fimmtudag.

Norðurál rekur álver á Grundartanga og vinnur að uppbyggingu álvers í Helguvík.

Myndin: Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, undirritar samstarfssamining um Stóriðjuskálann við Atla Harðarson skólastjóra Fjölbrautaskóla Vesturlands og Ingu Dóru Halldórsdóttur forstöðumann Símenntunarmiðstöðvarinnar.