Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Stórfyrirtæki til Verne gagnaversins á Ásbrú
Verne Global gagnaverið hóf starfsemi árið 2012.
Miðvikudagur 28. september 2016 kl. 06:00

Stórfyrirtæki til Verne gagnaversins á Ásbrú

Tvö stór fyrirtæki hafa nýlega ákveðið að nýta sér þjónustu Verne Global gagnaversins á Ásbrú, erfðafræðifyrirtækið Earlham frá Bretlandi og síðan hið þekkta þýska bílafyrirtæki Volkswagen.

Earldom institute (El) mun setja upp tölvuþjóna í gagnaveri Verne og mun nýta aðstöðuna undir öfluga gagnareikninga sem tengjast rannsóknum þess. Í tilkynningu kemur fram að El muni spara allt að 70% í rafmagnskostnaði. Stærsta ástæðan er hin náttúrlega íslenska kæling hjá Verne, íslenska veðrið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bifreiðaframleiðandinn Volkswagen er að setja upp tölvubúnað hjá Verne og mun keyra þar öfluga gagnareikninga sem notaðir eru af framleiðandanum við gerð á bílum og bíltækni í fremstu röð, að því er forsvarsmenn VW segja. Fyrirtækið mun þurfa um 1 megavatt af raforku.

VW er annað bílafyrirtækið sem nýtir sér þjónustu Verne en árið 2012 leigði BMW pláss hjá fyrirtækinu á Ásbrú.