Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Viðskipti

Stórfyrirtæki til Verne gagnaversins á Ásbrú
Verne Global gagnaverið hóf starfsemi árið 2012.
Miðvikudagur 28. september 2016 kl. 06:00

Stórfyrirtæki til Verne gagnaversins á Ásbrú

Tvö stór fyrirtæki hafa nýlega ákveðið að nýta sér þjónustu Verne Global gagnaversins á Ásbrú, erfðafræðifyrirtækið Earlham frá Bretlandi og síðan hið þekkta þýska bílafyrirtæki Volkswagen.

Earldom institute (El) mun setja upp tölvuþjóna í gagnaveri Verne og mun nýta aðstöðuna undir öfluga gagnareikninga sem tengjast rannsóknum þess. Í tilkynningu kemur fram að El muni spara allt að 70% í rafmagnskostnaði. Stærsta ástæðan er hin náttúrlega íslenska kæling hjá Verne, íslenska veðrið.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Bifreiðaframleiðandinn Volkswagen er að setja upp tölvubúnað hjá Verne og mun keyra þar öfluga gagnareikninga sem notaðir eru af framleiðandanum við gerð á bílum og bíltækni í fremstu röð, að því er forsvarsmenn VW segja. Fyrirtækið mun þurfa um 1 megavatt af raforku.

VW er annað bílafyrirtækið sem nýtir sér þjónustu Verne en árið 2012 leigði BMW pláss hjá fyrirtækinu á Ásbrú.


 

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25