Stóraukin umsvif Icelandair Cargo á Keflavíkurflugvelli með kaupum á fjórum nýjum langfleygum breiðþotum
Í dag undirrituðu Icelandair Cargo og Icelease, dótturfyrirtæki Icelandair Group, samning við Avion Aircraft Trading um leigu og kaup á samtals fjórum nýjum Airbus A330-200 fraktflugvélum. Í tilkynningu frá Icelandair Group leigir Icelandair Cargo tvær vélanna beint frá AAT en Icelease kaupir tvær og leigir áfram til Icelandair Cargo. Tvær flugvélar verða afhentar vorið 2010 og hinar tvær ári seinna. Áætlaðar árlegar tekjur af rekstri þessara fjögurra þota eru um 15-18 milljarðar króna.
„Með þessum fjórum Airbus þotum er Icelandair Cargo að hrinda í framkvæmd langtímastefnu um rekstur hagkvæmra flugvélategunda, áætlunarflug til fjarlægra markaða í Asíu og Ameríku, margföldun á stærð félagsins og stóraukin umsvif á Keflavíkurflugvelli," segir í tilkynningunni.
A330-200 fraktvélin mun fara í framleiðslu síðla árs 2009 og verður Icelandair Cargo einn fyrsti notandinn í heiminum. Hún hefur 50% meira rými en Boeing 757-200 vélarnar sem fyrirtækið notar nú, ber 69 tonn, eða tvöfalt meira en B757, og hefur mun meiri flugdrægni. Hreyflar eru hljóðlátari og menga minna en hreyflar almennt auk þess sem eldsneytiseyðsla er minni. Skráð listaverð þessara flugvéla hjá Airbus er um 130 milljónir bandaríkjadala.
Forsvarsmenn Icelandair Group segja að í dag komi um 80% af veltu Icelandair Cargo frá starfsemi sem tengist Íslandi en um 20% af öðrum mörkuðum. Stefnt er að því að þessi hlutföll snúist við á næstu árum.
"Við horfum einkum til Kína, Indlands og Persaflóasvæðisins og tengingu um safnflugvöll í Evrópu við Ísland og Norður Ameríku", segir Pétur J. Eiríksson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo. "Keflavíkurflugvöllur verður einnig safnvöllur og tengjast gegnum hann borgir í Bandaríkjunum og Kanada við lykilmarkaði í Evrópu. Við reiknum með að þrefalda vöruflæði um flugvöllinn, þrefalda tekjur frá því sem er í dag sem og að þrefalda afkomu með þessum samningum."
"Aðeins heilbrigð og arðbær fyrirtæki geta fjárfest í nýjustu og hagkvæmustu flugvélunum og þessi viðskipti sýna þann slagkraft og skýru framtíðarsýn sem býr í fyrirtækjum Icelandair Group", segir Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair Group. "Icelandair Cargo hefur vaxið hratt með arðbærum hætti undanfarin ár og stefnir nú á enn meiri vöxt á nýjum mörkuðum. Icelease er með leigusamninga við flugfélög um allan heim og er sívaxandi í flugvélaviðskiptum.
Icelandair Cargo rekur nú fimm Boeing 757-200 fraktvélar og stefnir að því að fjölga þeim um eina til tvær fram að afhendingu A330. Eftir það verða þessar tvær tegundir reknar samhliða um óákveðin tíma. Félagið hefur vaxið um 20% á ári undanfarin ár og stefnir á svipaðan vöxt næstu árin. Flugfrakt er vaxtargrein, sem reiknað er með að vaxi næstu 20 ár um 6% árlega. Vaxtaráform byggjast á því að örva innri vöxt með auknu flugframboði inn á nýja markaði, og samstarfi við önnur flugfélög.
„Með þessum fjórum Airbus þotum er Icelandair Cargo að hrinda í framkvæmd langtímastefnu um rekstur hagkvæmra flugvélategunda, áætlunarflug til fjarlægra markaða í Asíu og Ameríku, margföldun á stærð félagsins og stóraukin umsvif á Keflavíkurflugvelli," segir í tilkynningunni.
A330-200 fraktvélin mun fara í framleiðslu síðla árs 2009 og verður Icelandair Cargo einn fyrsti notandinn í heiminum. Hún hefur 50% meira rými en Boeing 757-200 vélarnar sem fyrirtækið notar nú, ber 69 tonn, eða tvöfalt meira en B757, og hefur mun meiri flugdrægni. Hreyflar eru hljóðlátari og menga minna en hreyflar almennt auk þess sem eldsneytiseyðsla er minni. Skráð listaverð þessara flugvéla hjá Airbus er um 130 milljónir bandaríkjadala.
Forsvarsmenn Icelandair Group segja að í dag komi um 80% af veltu Icelandair Cargo frá starfsemi sem tengist Íslandi en um 20% af öðrum mörkuðum. Stefnt er að því að þessi hlutföll snúist við á næstu árum.
"Við horfum einkum til Kína, Indlands og Persaflóasvæðisins og tengingu um safnflugvöll í Evrópu við Ísland og Norður Ameríku", segir Pétur J. Eiríksson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo. "Keflavíkurflugvöllur verður einnig safnvöllur og tengjast gegnum hann borgir í Bandaríkjunum og Kanada við lykilmarkaði í Evrópu. Við reiknum með að þrefalda vöruflæði um flugvöllinn, þrefalda tekjur frá því sem er í dag sem og að þrefalda afkomu með þessum samningum."
"Aðeins heilbrigð og arðbær fyrirtæki geta fjárfest í nýjustu og hagkvæmustu flugvélunum og þessi viðskipti sýna þann slagkraft og skýru framtíðarsýn sem býr í fyrirtækjum Icelandair Group", segir Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair Group. "Icelandair Cargo hefur vaxið hratt með arðbærum hætti undanfarin ár og stefnir nú á enn meiri vöxt á nýjum mörkuðum. Icelease er með leigusamninga við flugfélög um allan heim og er sívaxandi í flugvélaviðskiptum.
Icelandair Cargo rekur nú fimm Boeing 757-200 fraktvélar og stefnir að því að fjölga þeim um eina til tvær fram að afhendingu A330. Eftir það verða þessar tvær tegundir reknar samhliða um óákveðin tíma. Félagið hefur vaxið um 20% á ári undanfarin ár og stefnir á svipaðan vöxt næstu árin. Flugfrakt er vaxtargrein, sem reiknað er með að vaxi næstu 20 ár um 6% árlega. Vaxtaráform byggjast á því að örva innri vöxt með auknu flugframboði inn á nýja markaði, og samstarfi við önnur flugfélög.