Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Stofnfé í Sparisjóðnum niður um 90-100%
Mánudagur 19. apríl 2010 kl. 12:16

Stofnfé í Sparisjóðnum niður um 90-100%

Endurfjármögnun sparisjóðakerfisins kostar íslenska ríkið yfir tuttugu milljarða króna. Stofnfé Byrs og Sparisjóðsins í Keflavík verður fært niður um 90-100%. Þetta kemur fram á visir.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna annarrar endurskoðunar á efnahagsáætlun Íslands er meðal annars vikið að endurreisn sparisjóðakerfisins.

Þar kemur fram að samkomulag hafi náðst um endurfjármögnun átta smærri sparisjóða sem bíði staðfestingar stjórna þeirra og Fjármálaeftirlitsins. Þá segir að viðræður við kröfuhafa Sparisjóðsins í Keflavík og Byrs um nauðsynlega niðurfærslu á stofnfé sjóðanna og eigin fé séu á lokastigi. Því verkefni verði lokið í næsta mánuði.

Samkvæmt heimildum fréttastofu verður stofnfé Byrs sparisjóðs og Sparisjóðsins í Keflavík fært niður um á bilinu 90-100%.

Áætlað er að kostnaður ríkisins vegna endurskipulagningar sparisjóðakerfisins verði í mesta lagi tuttugu og tveir og hálfur milljarður króna.