Steypustöðin í Helguvík aftur í gagnið
Steypustöðin ehf hefur endurræst gömlu steypustöð Steypunnar ehf í Helguvík sem lögð var niður fyrr á þessu ári vegna mikils samdráttar í byggingariðnaði í kjölfar efnahagshrunsins. Þetta skapar Steypustöðinni aukinn tækifæri til að sinna sínum viðskiptavinum betur með framleiðslu og söluvörum sínum og einnig gömlu viðskiptavinum Steypunnar ehf.
Steypusalan er stærsti hluti veltunar hjá fyrirtækinu en einnig er fyrirtækið mjög stórt á hellumarkaðnum og það eina sem framleiðir hellur með 100% Granít yfirborði til að auka veðrunarþol og endingu ásamt frábæru þéttu og fallegu yfirborði.
Steypustöðin ehf er einnig einn stærsti innflyjandi á múrvörum á Íslandi og er með umboð fyrir hágæða vörum frá Rescon Mapei í Noregi. Má þar helst nefna múrkerfi, múr, steiningarlím, filtefni, ýmsar viðgerðarblöndur, útiflotefni og viðhaldsefni fyrir plön og stéttar.
Mynd: Benedikt Guðmundsson markaðsstjóri Steypustöðvarinnar.