Start Hostel vinsælt hjá kórum og gönguhópum
Býður upp á hljómfagran sal og góða aðstöðu fyrir hópa.
Hjá Start Hostel er boðið upp á gistingu fyrir 80 manns, allt í uppábúnum rúmum, í rúmgóðum tveggja, þriggja, fjögurra og fimm manna herbergjum. Staðurinn er tilvalinn fyrir einstaklinga eða fjölskyldur til að hvílast fyrir brottför eða eftir komu til landsins. Einnig er frábær aðstaða fyrir gönguhópa þar sem boðið er upp á gestaeldhús. Þá hafa kórar komið og gist nótt eða yfir helgi, því við erum með stóran sal sem hljómar einstaklega vel í.
(Þetta efni er úr blaðauka um Ásbrú sem fylgdi Víkurfréttum í maí).