Starfsmenn ÍAV kaupi hlut ríkisins
Á aðalfundi Starfsmannafélags Íslenskra aðalverktaka, S.Í.A.V., sem haldinn var 14.apríl s.l. var samþykkt eftirfarandi yfirlýsing: "Aðalfundur lýsir yfir stuðningi við kaup starfsmanna Íslenskra aðalverktaka hf. á hlut ríkisins sem nú er til sölu".Einnig ályktaði nýkjörinn stjórn S.Í.A.V. svohljóðandi: Stjórn S.Í.A.V. fer þess á leit við einkavæðinganefnd að þeirri óvissu sem ríkir með sölu á hlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hf. verði eytt sem fyrst.