Starfsleyfið komið í hús hjá Hótel Keili
Hótel Keilir í Reykjanesbæ fékk starfsleyfi í síðustu viku og með tilkomu þess verða tekin í gagnið 40 vel útbúin herbergi á hótelinu að Hafnargötu 37 í Reykjanesbæ.
Opnun Hótels Keilis hefur verið í undirbúningi í all nokkurn tíma en nú sjá feðgarnir Þorsteinn Lár Ragnarsson og Ragnar Skúlason, betur þekktur sem Raggi rakari, fyrir endann á undirbúningsvinnunni.
Hótelbarinn hjá Keili mun bera nafnið Flexbar þar sem ríkja mun kúbönsk stemmning en sá andblær á vel við Þorstein þar sem hann var meðlimur XXX Rottweilerhundanna sem höfðu Havana Club og vindla nánast að einkennismerkjum.
VF-mynd/ [email protected]