Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Stálpípuverksmiðja í hönnun
Fimmtudagur 18. júlí 2002 kl. 13:18

Stálpípuverksmiðja í hönnun

Byrjað er að hanna stálpípuverksmiðju sem bandarískt fyrirtæki hyggst reisa í Helguvík á Suðurnesjum. Ef verksmiðjan rís mun hún veita 200 manns vinnu. Í fréttum Bylgjunnar sagði að þess væri vænst að fjármögnun verkefnisins lyki um áramót. Fyrirtækið hefur samt frest fram til vorsins 2002 til að leggja fram tryggingar. Hafnarsamlag Suðurnesja og yfirvöld í Reykjanesbæ munu ekki hefjast handa við skipuleggsvinnu og frágang á 43 þúsund fermetra lóðar undir verksmiðjuna fyrr en fjármögnun er lokið, samkvæmt samtali Bylgjunnar við Árna Sigfússon.

Bærinn ætlar sér 11 mánuði til þeirrar vinnu. Frágangurinn er mikili framkvæmd og mun kalla á fimm hundruð þúsund rúmmetra grjótnám. það efni eitt og sér væri nægjanlegt til að standa undir tvöföldun allrar Reykjanesbrautarinnar.

Ef af verður er þetta stærsta fjárfesting sem einkaaðili hefur ráðist í í Reykjanesbæ. Viljayfirlýsing var undirrituð í vor af fulltrúa IP&T, iðnaðarráðherra og sveitastjórnar í Reykjanesbæjar.

Frétt frá Vísi.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024