Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Stakkavík kaupir Sólbakka
Örn Erlingsson útgerðarmaður úr Keflavík segir að grundvöllur útgerðar án vinnslu sé brostinn.
Fimmtudagur 12. maí 2016 kl. 14:07

Stakkavík kaupir Sólbakka

Örn GK fylgir ásamt rúmlega 1.000 þorskígildistonna kvóta.

Örn Erlingsson útgerðarmaður úr Keflavík hefur selt fyrirtæki sitt Sólbakka ehf. Kaupandi er Stakkavík í Grindavík. Kaupunum fylgir snurðvoðarbáturinn Örn GK ásamt rúmlega 1.000 þorskígildistonna  kvóta. 

Örn segir í samtali við Fiskifréttir að grundvöllur útgerðar án vinnslu sé brostinn. Þegar gjöld og álögur á rekstrinum til hins opinbera eru orðnar slíkar að það bitnar á viðhaldi og vexti útgerðarinnar sé gamanið farið úr þessu. „Þá er maður kominn í vinnu fyrir hið opinbera,“ segir Örn. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024