Stærri og skemmtilegri herbergi
Hótel Keflavík hefur að undanförnu rekið gistirými að Vatnsnesvegi 9, beint á móti hótelinu. Miklar breytingar standa nú yfir á herbergjum gistirýmisins og er áætlað að þeim ljúki í vikunnni.“Við höfum tekið Hótel Keflavík í gegn reglulega og síðustu ár hafa endurbætur verið með mesta móti enda bjóðum við í dag uppá ein best búnu herbergi á Íslandi” sagði Steinþór Jónsson hótelstjóri. “Allt var rifið út og herbergi fækkuð úr sjö í sex. Með því gátum við bætt við snyrtingu og baðaðstöðu auk þess sem herbergin verða stærri og skemmtilegri. Herbergin eru teppalögð með glæsilegu ullarteppi og öll herbergi hafa sjónvarp með 16 sjónvarpsrásum.” sagði Steinþór í samtali við Víkurfréttir.
Á Hótel Keflavík eru 70 herbergi og hefur nýting verið með besta móti. Með sex herbergjum beint á móti er hægt að bjóða uppá töluvert lægra verð en gestir þar njóta sömu þjónustu og aðrir hótelgestir s.s. aðgang að líkasmræktarstöðinni Lífstíl, morgunmat á hótelinu og akstur á flugvöllinn. Þá er lítil eldhúsaðstaða fyrir gesti.
“Sú þjónusta sem gestir fá hjá okkur umfram önnur gistiheimli vegna tengingu við Hótel Keflavík hefur verið vel tekið og vonum við að aðsóknin verði eins góð og í fyrra sem var algjört metár.” sagði Steinþór hótelstjóri að lokum.
Á Hótel Keflavík eru 70 herbergi og hefur nýting verið með besta móti. Með sex herbergjum beint á móti er hægt að bjóða uppá töluvert lægra verð en gestir þar njóta sömu þjónustu og aðrir hótelgestir s.s. aðgang að líkasmræktarstöðinni Lífstíl, morgunmat á hótelinu og akstur á flugvöllinn. Þá er lítil eldhúsaðstaða fyrir gesti.
“Sú þjónusta sem gestir fá hjá okkur umfram önnur gistiheimli vegna tengingu við Hótel Keflavík hefur verið vel tekið og vonum við að aðsóknin verði eins góð og í fyrra sem var algjört metár.” sagði Steinþór hótelstjóri að lokum.