Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Þriðjudagur 17. nóvember 1998 kl. 21:57

Staðarkaup í Grindavík kaupir verslunina Miðbæ

Ómar Jónsson, kaupmaður í Staðarkaupi í Grindavík hefur keypt verslunina Miðbæ í Keflavík af Valdimar Valssyni og Hermanni Guðjónssyni. Ómar segir ástæðuna fyrir útþenslunni fyrst og fremst hagræðingu. Með kaupunum náist meiri velta sem skipti máli í innkaupum í dag.Eigendaskipti fara fram 15. janúar á nýju ári. "Þetta er áhugaverð verslun og hefur verið föst í sessi í áratugi enda með langa sögu", sagði Ómar. Aðspurður um hvort vænta mætti einhverra breytinga svaraði hann játandi. "Við munum gera ýmsar breytingar án þess að minnka þjónustuna". Ómar og fjölskylda hans hefur einnig rekið verslunina Staðarval í Vogum undanfarin ár en hættir því um næstu mánaðarmót. "Markaðurinn í Vogum er ekki til skiptana. Það hefur komið niður á okkar rekstri að Esso fór að selja ýmis konar matvöru á bensínstöðinni til kl. 23 á kvöldin. Við höfum þess vegna ákveðið að hætta verslunarrekstri þar", sagði Ómar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024