Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

SpKef sparisjóður styrkir enn frekar regluverk og eftirlit
Fimmtudagur 3. júní 2010 kl. 16:02

SpKef sparisjóður styrkir enn frekar regluverk og eftirlit


Stjórn SpKef sparisjóðs hefur gengið frá ráðningu Mjallar Flosadóttur í stöðu innri endurskoðanda Sparisjóðsins. Mjöll mun taka við af Evu Stefánsdóttur sem senn fer í barneignarleyfi. Mjöll hefur undanfarin ár starfað sem innri endurskoðandi hjá Byr. Auk þess hefur Mjöll einnig verið framkvæmdastjóri Byr verðbréfa og Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frá árinu 1986 hefur Mjöll gegn ýmsum störfum fyrir Sparisjóð Hafnarfjarðar, þ.m.t. stöðu innri endurskoðanda, forstöðumanns áhættustýringar og verið aðstoðarmaður sparisjóðsstjóra. Mjöll lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1986 og löggildingu í verðbréfamiðlun árið 1994. Mjöll er gift Þóri Haraldssyni og eiga þau 2 dætur.
Mjöll sem hefur mikla reynslu af starfi innri endurskoðanda, mun í starfi sínu auka enn á virkni áhættustýringar, eftirlit aðferða og stjórnarhátta með innleiðingu kerfisbundinna vinnubragða. Ráðning Mjallar er liður í því að styðja við framtíðarmarkmið Sparisjóðsins og gerir honum kleift að takast á við stærri verkefni í framtíðinni.