Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

SpKef mun kosta ríkið allt að þrjátíu milljarða króna
Fimmtudagur 17. nóvember 2011 kl. 18:16

SpKef mun kosta ríkið allt að þrjátíu milljarða króna

Ríkið þarf að borga allt að 30 milljarða króna vegna sölu á SpKef til Landsbankans. Lægri mörk samningsins eru að ríkið borgi rúma ellefu milljarða króna. Sérstök úrskurðarnefnd hefur verið sett á laggirnar við að skera úr um eignir SpKef og niðurstaða hennar mun ráða því hver upphæðin verður. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk, eins og aðrir nefndarmenn í efnahags- og viðskiptanefnd, samninga vegna sölunnar á SPKef og Byr í hendur seint í gær. „Ríkið kemur skelfilega út úr þessum gjörningum. Hér eru um að ræða gríðarleg útgjöld fyrir ríkissjóð: 11,1 til 30 milljarða króna.“


Tryggvi metur það svo að ríkið þurfi að borga um 20 milljarða vegna SpKef þegar upp verði staðið.


Samningurinn á milli Landsbankans og fjármálaráðuneytisins varðandi SpKef í hnotskurn er þannig að Landsbankinn tekur SpKef yfir. Ríkið borgar mismuninn á eignum bankans og innistæðum með ríkisskuldabréfum til Landsbankans. Það er úrskurðarnefndarinnar að meta hversu há sú upphæð verður. Ríkið metur að því beri að greiða 11,1 milljarð en Landsbankinn metur upphæðina um 30 milljarða, segir í frétt Fréttablaðsins.