Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

SpKef hafnar ósk um viðræður við Landsbankann varðandi samvinnu eða samruna
Föstudagur 16. ágúst 2002 kl. 09:43

SpKef hafnar ósk um viðræður við Landsbankann varðandi samvinnu eða samruna

Landsbanki Íslands hf. hefur nýverið sent stjórn Sparisjóðsins í Keflavík bréf með ósk um viðræður varðandi samvinnu eða samruna. Stjórn Sparisjóðsins í Keflavík kom saman í vikunni og svaraði erindinu neitandi. Í bréfi stjórnar sjóðsins til stofnfjáreigenda segir að að stjórnin hafi ekki umboð, hvað þá vilja, til að koma rekstri Sparisjóðsins í Keflavík í hendur annarra fjármálastofnana. Þá segir að við þær aðstæður sem nú eru uppi sé heldur ekki skynsamlegt að tapa upp samstarf eða samvinnu á öðrum vettvangi en með öðrum sparisjóðum og fyrirtækjum þeirra.Í fyrrgreindu bréfi til stofnfjáreigenda segir jafnframt að eins og stjórnin hefur samþykkt einróma verður brugðist hart við öllum tilraunum til óvinveittrar yfirtöku á Sparisjóðnum. Að mati stjórnarinnar er alltof mikið í húfi fyrir atvinnu- og mannlíf á Suðurnesjum til þess að skjótfenginn gróði stefni í hættu þeirri mikilvægu stöðu sem Sparisjóðurinn hefur haft sem máttarstólpi í heimabyggð í áratugi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024