Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

SpKef gefur góðar gjafir við opnun Sandgerðisútibús
Þriðjudagur 7. mars 2006 kl. 21:39

SpKef gefur góðar gjafir við opnun Sandgerðisútibús

Sparisjóðurinn í Keflavík tók við afgreiðslu Landsbankans í Sandgerði á mánudagsmorgun og er nú með afgreiðslur í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum. Opnunartími afgreiðslunnar hefur verið lengdur og er nú frá kl. 9:15 - 16:00. Afgreiðsla Sparisjóðsins í Garði var einnig opnuð á nýjum stað og með nýjum opnunartíma. Hún er nú á Heiðartúni 2 og opið er frá 9:15 - 16:00.

Hrafnhildur Sigurðardóttir, þjónustustjóri í Sandgerði, tók vel á móti fyrsta viðskiptavininum sem reyndist vera Jónatan Jóhann Stefánsson og fékk hann af því tilefni innstæðu á bankareikning og veski að gjöf. Einnig færði Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri, nokkrum félögum í Sandgerðisbæ peningagjafir. Björgvunarsveitin Sigurvon, Fræðasetrið og Íþróttafélagið Reynir fengu hvert kr. 250.000 til styrktar þeirra starfsemi.

Geirmundur sagði við opnunina vonast til þess að yfirtakan myndi takast vel og að viðskiptavinir yrðu fyrir sem minnstum óþægindum. Einhverjir tæknilegir örðugleikar hafi komið upp um helgina en þau vandamál væru leyst núna. Viðskiptavinir eru hvattir til að hafa samband við Sparisjóðinn og fara yfir sín mál. Starfsfólk Sparisjóðsins verður boðið og búið að greiða úr öllum málum sem upp kunni að koma.

Mistök voru gerð í úthlutun símanúmera en númer afgreiðslunnar í Sandgerði verður 423-8190 og fax-númer 423-8199.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024