Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Spkef: Aðhald en ekki hópuppsagnir
Föstudagur 22. ágúst 2008 kl. 11:17

Spkef: Aðhald en ekki hópuppsagnir

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Staða sparisjóðanna og framtíð þeirra hefur verið áberandi í umræðunni síðustu vikurnar. Samruni Kaupþings og Spron sem samþykktur var á dögunum og ekki síst væntanleg yfirtaka Kaupþings á Sparisjóði Mýrarsýslu hefur vakið upp vangaveltur um framtíð sparisjóða almennt. Af því tilefni ræddi blaðið við Geirmund Kristinsson, sparisjóðsstjóra SPKEF og forvitnaðist um stöðuna.

„Sparisjóðir hafa ekki farið varhluta af erfiðri stöðu á fjármálamörkuðum almennt og gerir lausafjárkrísan okkur sérstaklega erfitt fyrir. Gengisfall á hlutabréfamörkuðum hefur svo einnig komið illa við þá sparisjóði sem komnir voru með stóra stöðu í fjármálafyrirtækjum,“ segir Geirmundur.

Mun Sparisjóðurinn í Keflavík þurfa að leita svipaðra leiða og SPM og fá inn stóran aðila til að styrkja eiginfjárstöðuna? 

„Nei. Niðursveiflan virðist hafa komið harkalega niður á SPM og var svo komið að eigið fé þeirra var komið niður fyrir þolmörk. Því þurfti að leita leiða til bæta eiginfjárstöðuna og þar kemur Kaupþing  til sögunnar. Staða okkar er ekkert í líkingu við SPM því eiginfjárstaða okkar er allt önnur og betri og lausafjárstaðan einnig. Það kom einnig til tals að við myndum koma að lausn vanda SPM áður en þáttur Kaupþings hófst."

Er eitthvað hæft í þeim orðrómi sem heyrðist síðasta vetur um hugsanlega sameiningu Icebank og Sparisjóðsins í Keflavík?

„Að svo stöddu erum við ekkert að hugsa um frekari sameiningar við önnur fjármálafyrirtæki heldur einbeitum við okkur að því að aðlaga reksturinn nýjum aðstæðum. Mikil undirbúningsvinna hefur verið unnin til hagræðingar í rekstri sem verðar kynntar á haustmánuðum. Við ætlum okkar að ná árangri með því að sýna aðhald í rekstri án þess að komi til hópuppsagna.  Hluti af okkar framtíðaráformum er að síðan að breyta sparisjóðnum í hlutafélag og eiga þannig fleiri möguleika til að styrkja okkur til framtíðar.“

Myndir þú þá segja að staða Sparisjóðsins í Keflavík sé góð þrátt fyrir erfitt árferði?

„Sparisjóðurinn er sterkur sem fyrr með trausta eiginfjárstöðu, gott eiginfjárhlutfall og gott aðgengi að lausu fé. Sparisjóðurinn mun sem fyrr veita góða og persónulega þjónustu á sínum markaðssvæði og reynast sá bakhjarl sem hann hefur verið í gegnum tíðina. Afkoma þess árs verður þó ekki eins og best verður á kosið og munum við birta uppgjör í næstu viku og kynna hverjar okkar framtíðarhorfur eru.“