Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Spiral fatahönnunarfyrirtækið eins árs
Þriðjudagur 24. maí 2011 kl. 11:05

Spiral fatahönnunarfyrirtækið eins árs

Spiral fatahönnunarfyrirtækið sem er eitt af nýsköpunarfyrirtækjunum á Suðurnesjum fagnaði nýlega eins árs afmæli. Því var fagnað með léttu teiti í húsakynnum þess að Hafnargötu 12 í Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Þetta hefur verið ævintýri líkast. Ein lítil kvöldstund við saumavélina er orðin að alvöru fyrirtæki og nú snúum við okkur að þessu af fullum krafti eftir að hafa sinnt þessu í aukavinnu fram að þessu,“ segja þær Íris Jónsdóttir og Yngunn Yngvadóttir.

Þær viðurkenna að þær hafi stóra drauma inni í framtíðinni. Nú þegar sé Spiral fatnaður seldur í Fríhöfninni, hjá þeim sjálfum í Keflavík og í Reykjavík en einnig á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Reykjavíkursvæðið sé þó ennþá nánast ósnert. Þá séu í skoðun nýir spennandi möguleikar í framleiðslunni. „Við hlökkum til að vakna á morgnana. Það er svo gaman að vera að skapa nýja hluti á hverjum degi,“ sögðu þær Íris og Yngunn að lokum.

Ítarlegra viðtal við þær Írisi og Yngunni verður í prentútgáfu Víkurfrétta á fimmtudaginn. Fleiri myndir frá afmælishófinu eru þó komnar inn á vf.is. Smellið hér til að sjá þær.

Fjöldi gesta kom til að samfagna þeim Írisi og Yngunni á afmæli Spiral. Sigríður Klingenberg var ein af þeim og vakti lukku.