Sparisjóðurinn opnar í Sandgerði
Í morgun yfirtók Sparisjóðurinn í Keflavík afgreiðslu Landsbankans í Sandgerði. Opnunartími afgreiðslunnar hefur verið lengdur og er frá kl. 9:15 - 16:00. Vel var tekið á móti fyrsta viðskiptavininum sem reyndist vera Jónatan Jóhann Stefánsson og fékk hann af því tilefni innstæðu á bankareikning og veski að gjöf. Á myndinni er Jónatan ásamt þjónustustjóra afgreiðslunnar, Hrafnhildi Sigurðardóttur.
Af vef Sparisjóðsins
Af vef Sparisjóðsins