SPARISJÓÐURINN FJÁRMAGNAR FRAMKVÆMDIR Í VOGUM
Vatnsleysustrandarhreppur og Nesafl hafa gert með sér rammasamning um margvísleg verkefni á sviði gatnagerðar, nýframkvæmda, jarðvinnu og fl. í Vogum.Sparisjóðurinn í Keflavík mun sjá um fjármögnun á framkvæmdunum. Samningur um fjármögnun sem byggir á rammasamningi Nesafls og Vatnsleysustrandarhrepps var undirritaður í vikunni. Nú þegar hefur verið hafist handa við verkefni í Vogunum. Jóhanna Reynisdóttir, sveitarstjóri í Vogum sagðist mjög ánægð er með þau kjör sem Sparisjóðurinn gat boðið og á það ekki síst þátt í að greiða götu verklegra framkvæmda í Vogunum.Á myndinni eru frá hægri Geirmundur Kristinsson, Sparisjóðsstjóri, Stefán Stefánsson, framkvæmdastjóri Nesafls, Guðmundur Pálsson, fjármálastjóri Nesafls, og Jóhanna Reynisdóttir, sveitarstjóri í Vogum. VF-mynd: Páll Ketilsson