Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

  • „Sögðu að ég væri klikkaður að fara út í þetta“
  • „Sögðu að ég væri klikkaður að fara út í þetta“
    Örn ásamt samstarfsfólki sínu. Heimamaðurinn Elías Örn er nú mættur á Soho eftir dvöl á Kopar og Hótel Sögu.
Laugardagur 10. september 2016 kl. 11:00

„Sögðu að ég væri klikkaður að fara út í þetta“

Bistroinn við sjóinn slær í gegn hjá heimamönnum

Það voru ekki margir sem höfðu trú á því að veitingastaður í miðju frystihúsahverfinu í Keflavík myndi gera það gott. Það gerði hins vegar veitingamaðurinn Örn Garðarsson þegar hann ákvað að opna veitingastað við Hrannargötu í húsnæði sem stendur alveg við sjóinn. Útsýnið er reyndar upp á milljón dollara og hefur það eflaust mikið aðdráttarafl. Örn býr yfir mikilli reynslu úr veitingageiranum, hefur rekið veitingastaðinn á Hótel Borg og Glóðina og var hann einnig lengi vel fyrirliði íslenska kokkalandsliðsins. Hann hefur rekið Soho veisluþjónustu frá 2007 í einmitt þessu sama húsnæði við Hrannargötu.

„Það voru margir kollegar mínir sem sögðu við mig að ég væri klikkaður að fara út í þetta aftur og opna veitingahús á þessum stað. Fólk þarf að vita af staðnum, það dettur enginn inn á hann á rölti um aðalgötuna. En það gerir þetta soldið djúsí,“ segir Örn en hugmyndin fæddist vegna þess að Örn taldi að ekki væri verið að nýta húsnæðið nægilega vel. Hann opnaði fyrst í október í fyrra en lokaði aftur um áramót vegna framkvæmda á staðnum. Nú hefur verið opið frá mars á þessu ári og er staðurinn sífellt að vaxa í vinsældum meðal heimamanna. „Það hefur gengið frábærlega að undanförnu, alveg geðveikt að gera. Mér fannst synd að nýta ekki húsnæðið með þessu flotta útsýni yfir hafið og Bergið og greinilega er mikil þörf hér í bænum á „bistro“,“ en starfsemin hentar vel með veisluþjónustunni að sögn Arnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ætlaði ekki aftur út í rekstur veitingastaðar

Ég ætlaði mér ekki út í veitingarekstur, ég hafði fengið alveg nóg af því en þetta blundar alltaf í manni, er spennandi og skemmtilegt,“ viðurkennir veitingamaðurinn snjalli. Traffíkin hefur aukist gríðarlega undanfarna mánuði, en staðurinn er með opið í hádeginu frá klukkan 11-14. Fyrst um sinn seldust um 30-60 skammtar á dag en nú eru þeir aldrei undir hundrað. Örn leggur mikið upp úr því að gera hráefni frá grunni og þannig hafa brauðin hans notið mikilla vinsælda. Hann segir saumaklúbba og stærri hópa koma í miklum mæli til þess að fá brauð hjá honum. „Það er mikil upphefð fyrir mig að fólk geri sér ferð hingað til að kaupa brauð af kokkinum. Við gerum einnig heimalagað pestó sem fólk kaupir með brauðunum. Áður fyrr gerði ég um 4 kg af því á viku en er núna að gera 40 kg.“ Því er ljóst að umsvifin hafa aukist talsvert hjá Erni og félögum á Soho. „Vinnuvikan er ansi strembin í þessum bransa. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er ég eflaust að vinna 350 tíma á mánuði. Nú þegar vel gengur í þjóðfélaginu þá finnur maður vel fyrir því. Fólk er að leyfa sér meira.“

Eins og staðan er núna þá er staðurinn opinn í hádeginu en Örn segir að vel komi til greina að hafa jafnvel opið á kvöldin fimmtudag, föstudag og laugardag enda eru gestir farnir að biðja um frjálslegri opnunartíma.„Ferðamönnunum finnst gaman að koma, finnst sérstök stemning að koma á veitingastað hérna í iðnaðarhverfi og hvað þetta er falið. Ég hef spjallað við marga útlendinga sem finnst þetta langbesti og ódýrasti matur sem þau hafa fengið á ferð sinni um landið.“

Vildi ekki kokk sem er allur í froðum og litlum steikum

Soho hefur nýlega ráðið til starfa nýjan kokk, Elías Örn Friðfinnsson sem er nýfluttur aftur til heimabæjarins Reykjanesbæjar eftir að hafa búið í höfuðborginni og lært kokkinn á Hótel Sögu og starfaði nú síðast sem matreiðslumaður á veitingastaðnum Kopar. „Ég var rosalega heppinn að næla í hann og það er afrek út af fyrir sig að hafa náð í mann sem býr hérna suður frá. Það er alls ekki sjálfgefið. Ég var ansi djarfur þegar ég auglýsti eftir kokki, vildi helst ekki fá svona nýmóðins kokk sem er allur í froðum og litlum steikum, heldur býr til almennilegan mat og er tilbúinn að vinna með gömlum karli og læra meira.“

Þó nóg sé að gera hérna á heimaslóðum þá er það nú svo að mikill meirihluti viðskipta Soho eru á höfuðuborgarsvæðinu. „Nánast 90% af okkar viðskiptum í veisluþjónustunni er í Reykjavík þannig að við erum stanslaust á brautinni. Stórfyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu eru dugleg að versla við okkur en einnig fyrirtækin á flugvellinum,“ segir Örn áður en hann heldur aftur til eldamennskunnar.