Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Viðskipti

Snyrtistofan COCO 1 árs
Laugardagur 10. desember 2011 kl. 14:13

Snyrtistofan COCO 1 árs

COCO snyrtistofa hefur nú starfað í eitt ár. Ragnheiður Gunnarsdóttir snyrtifræðingur sem lauk námi í þeim fræðum á síðasta ári þótti bjartsýn með eindæmum þegar hún réðist í að stofnsetja frá grunni fullbúna snyrtistofu á krepputímum.

Að sögn Ragnheiðar hafa viðtökurnar farið fram úr björtustu vonum og hefur verið stöðugur vöxtur frá fyrsta degi. Á stofunni er boðið upp á alla almenna snyrtiþjónustu frá höfði niður í tær og sífellt eru að bætast við nýjungar, nú síðast húðslípun og ávaxtasýrumeðferð. Auk þess er í boði gott úrval af snyrtivörum frá Lanéce og förðunarvörum frá Golden Rose. Í þessum mánuði er Ragnheiður að ljúka meistaranámi og er full bjartsýni á framhaldið. Stofan sem er til húsa að Iðavöllum 9 í Reykjanesbæ er sérlega smekklega innréttuð. Mikið er orðið bókað í desember og lítur því út fyrir að margir íbúar svæðisins muni skarta sínu fegursta um jólin.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25