SNYRTISTOFA HULDU STÆKKAR
Snyrtistofa Huldu Pétursdóttur hefur flutt aðsetur sitt af miðhæðinni á Sjávargötu 14 í Njarðvík, þar sem hún hefur haft aðsetur sitt í 14 ár, niður um eina hæð í sömu húsi í fimmfalt stærra húsnæði. „Þetta er mikill munur. Nú er ég kominn í stórt, rúmgott og bjart húsnæði, eitthvað sem ég hef dreymt um lengi“, sagði Hulda Pétursdóttir, þegar blaðamaður leit við hjá henni.Hulda segir að viðskiptavinahópurinn hafi breikkað mikið á undanförnum árum. Karlarnir sem lengi vel sóttu ekki mikið til snyrtifræðinga eru nú farnir að koma miklu meira á snyrtistofu, ýmis í fótsnyrtingu eða húðhreinsun.Hulda er nýbúin að fá nýtt rafmagnstæki til að nota á stofunni en það heitir Comfort Lift Slim og er t.d. hægt að nota til bólgueyðingar, andlitslyftingar, fyrir íþróttameiðsl og sem grenningartæki. Hulda hefur fengið nýjan starfskraft á stofuna. Hún heitir Svala Reynisdóttir og er snyrtifræðinemi.