Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Slóg og aukaafurðir nýttar í nýrri próteinverksmiðju
Hallgrímur Arthúrsson í nýju verksmiðjunni. VF-myndir/hbb.
Föstudagur 18. janúar 2013 kl. 12:43

Slóg og aukaafurðir nýttar í nýrri próteinverksmiðju

Framleiðsla komin í gang í Garðinum. Hlaut stærsta styrk frá Vaxtasamningi Suðurnesja

Eitt af þeim verkefnum sem hlutu hæsta styrkinn frá Vaxtarsamningi Suðurnesja í nýliðinni viku var próteinframleiðsla í Garði. Verkefnið lýtur að próteinvinnslu úr sjávarfangi. Áherslan verður lögð á að nýta slóg og aðrar aukaafurðir sem ekki eru nýttar í dag.

Ný verksmiðja, Prótein ehf., er staðsett í Sveitarfélaginu Garði. Eigendur hennar eru H. Pétursson ehf., Nesfiskur hf. og Verslunarfélagið Ábót ehf. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Hallgrímur Artúrsson.
Iðnaðarmenn hafa verið að leggja lokahönd á uppsetningu búnaðar í verksmiðju fyrirtækisins í þessari viku en framleiðsla hófst á fimmtudag. Það er Héðinn sem smíðar verksmiðjuna sem á að geta framleitt prótein og lýsi úr 10 tonnum af aukaafurðum frá fiskvinnslustöðvum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í samtali við Víkurfréttir sagði Hallgrímur Artúrsson að verksmiðjan taki við hráefni til vinnslunnar frá Nesfiski, H.Péturssyni og Seacrest Iceland, sem allt eru fiskvinnslur í Garði. Einnig sé hugsanlegt að taka við hráefnum frá fleirum.

Verksmiðjan í Garði er smá í sniðum og verður starfrækt allan sólarhringinn, alla daga ársins. Gert er rátð fyrir að stærri framleiðslueining verði tekin í notkun að ári liðnu. Sú sem sett hefur verið upp í dag vinnur úr 10 tonnum á sólarhring en næsta framleiðslueining verður með annað hvort 25 eða 50 tonna framleiðslugetu á sólarhring. Þessi verksmiðja er sú fyrsta sinnar tegundar en fleiri slíkar eru í farvatninu.
Mikil sjálfvirkni er í próteinverksmiðjunni í Garði og því þarf aðeins 2-3 starfsmenn til að sinna verksmiðjunni með öðrum tilfallandi störfum.