Slakari afkoma ÍAV
Íslenskir aðalverktakar hafa sent Verðbréfaþingi Íslands afkomuviðvörun og segir þar að ljóst sé að afkoma félagsins verði umtalsvert lakari á fyrstu sex mánuðum yfirstandandi árs, en á sama tíma í fyrra.
Í tilkynningunni segir að þetta skýrist fyrst og fremst af verulegu gengistapi sem félagið hafi orðið fyrir, en stærstur hluti skulda félagsins sé bundinn erlendum gjaldmiðlum og vegi það verulega þyngra á tímabilinu en sá hluti tekna félagsins sem er í erlendum gjaldmiðlum. Gengistap félagsins nam þannig rúmum 300 milljónum króna fyrstu fjóra mánuði ársins. Segir félagið að reksturinn á fyrri helmingi ársins hafi að öðru leyti að mestu gengið með svipuðum hætti og ráð var fyrir gert og verkefni verið næg.
Þá segir í tilkynningunni, að þótt útlit sé fyrir, miðað við núverandi verkefnastöðu félagsins, að umsvif þess kunni að dragast nokkuð saman á síðari hluta ársins sé ljóst að eins og nú horfir vegi þyngst um endanlega niðurstöðu rekstrarins á árinu hver verði þróun og aðstæður á fjármagnsmarkaði síðari hluta ársins.
Mbl.is greinir frá.
Í tilkynningunni segir að þetta skýrist fyrst og fremst af verulegu gengistapi sem félagið hafi orðið fyrir, en stærstur hluti skulda félagsins sé bundinn erlendum gjaldmiðlum og vegi það verulega þyngra á tímabilinu en sá hluti tekna félagsins sem er í erlendum gjaldmiðlum. Gengistap félagsins nam þannig rúmum 300 milljónum króna fyrstu fjóra mánuði ársins. Segir félagið að reksturinn á fyrri helmingi ársins hafi að öðru leyti að mestu gengið með svipuðum hætti og ráð var fyrir gert og verkefni verið næg.
Þá segir í tilkynningunni, að þótt útlit sé fyrir, miðað við núverandi verkefnastöðu félagsins, að umsvif þess kunni að dragast nokkuð saman á síðari hluta ársins sé ljóst að eins og nú horfir vegi þyngst um endanlega niðurstöðu rekstrarins á árinu hver verði þróun og aðstæður á fjármagnsmarkaði síðari hluta ársins.
Mbl.is greinir frá.