Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Skúli Þ. Skúlason  framkvæmdastjóri starfsmannasviðs hjá Norðuráli
Miðvikudagur 11. apríl 2007 kl. 12:54

Skúli Þ. Skúlason framkvæmdastjóri starfsmannasviðs hjá Norðuráli

Skúli Þ. Skúlason hefur verið ráðinn til Norðuráls í stöðu framkvæmdastjóra starfsmannasviðs.  Hann mun leysa Rakel Heiðmarsdóttur af sem starfsmannastjóri á Grundartanga en Rakel fer nú í fæðingarorlof.  Auk þess mun Skúli koma að undirbúningi nýs álvers Norðuráls í Helguvík og síðar einbeita sér að starfsmannamálum þar.  Skúli er því í raun fyrsti starfsmaðurinn sem ráðinn er til starfa við álver í Helguvík.

Skúli kemur til Norðuráls frá Samkaupum hf þar sem hann var starfsmannastjóri. Hann hefur verið áberandi í félagsstörfum á Suðurnesjum sem forystumaður í íþróttahreyfingunni, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum um tíma. Skúli er kennari að mennt en auk þess með rekstrar- og viðskiptafræði og mannauðsstjórnun sem viðbótarnám.

Mynd: Skúli Skúlason.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024