Skrifað undir samning við Skólamat
Í gær skrifuðu forsvarsmenn Grindavíkurbæjar undir samning við Skólamat ehf. um að Skólamatur reki mötuneyti fyrir Grunnskóla Grindavíkur næstu þrjú árin. Grindavíkurbær var fyrst bæjarfélaga til þess að semja við Skólamat á sínum tíma. Samstarfið hefur varað undanfarin 10 ár og verður því áfram næstu þrjú árin enda hefur mikil ánægja verið með mat og þjónustu frá fyrirtækinu.
Á myndinni undirrita Róbert Ragnarsson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar og Axel Jónsson stjórnarformaður Skólamats samstarfssamning til næstu þriggja ára.