Skósmiður á leið í sumarfrí vill losna við skó
Skóvinnustofa Sigurbergs við Skólaveg í Keflavík verður lokuð vegna sumarleyfa frá 9. júlí og til 9. ágúst nk.
Jón Stefánsson, skósmiður, sagði í samtali við Víkurfréttir að mikið hafi safnast upp af skóm á vinnustofunni í vetur. Nú eru ósóttir skór um allt skóvinnuverkstæðið og eigendur þeirra hvattir til að sækja sína skó úr viðgerð áður en þau Jón Stefánsson og Guðrún Sigurbergdóttir fara út í sumarsólina.
Mynd: Skóvinnustofan er full af skóm sem hafa gengið í endurnýjun lífdaga.