Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Samstarf Suðurnesjafyrirtækjanna Skólamatar og Dacoda
Á myndinni má sjá Ástþór Inga Pétursson annan eiganda Dacoda ehf. og Axel Jónsson eiganda Skólamatar ehf. við undirritun samningsins.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 5. júlí 2020 kl. 14:09

Samstarf Suðurnesjafyrirtækjanna Skólamatar og Dacoda

Skólamatur ehf. gerði á dögunum samnig við Dacoda ehf. um hönnun og þjónustu á nýju upplýsinga- og viðskiptavinakerfi fyrir Skólamat. Nýja upplýsingakerfið, sem er hannað og sérsniðið að þörfum og starfsemi Skólamatar, mun gegna lykilhlutverki í utanumhaldi og  skipulagi á öllum þáttum starfseminnar.

Samstarf Skólamatar og Dacoda nær aftur til ársins 2007 en frá þeim tíma hefur Dacoda séð um ytri- og innri vef Skólamatar ásamt ýmsum sérlausnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jón Axelsson framkvæmdastjóri Skólamatar segir að nýja kerfið muni koma til með að einfalda yfirsýn rekstrarins og hjálpa til við að samþætta alla anga starfseminnar. „Skólamatur hefur verið í stöðugum vexti undanfarin ár og aukin umsvif starfseminnar kölluðu á nýtt upplýsinga- og viðskiptavinakerfi. Ekkert af þeim upplýsinga- og viðskiptavinakerfum sem voru í boði á markaðinum í dag náðu fullkomlega að fanga starfsemi Skólamatar að okkar mati og því fórum við þá leið að biðja Dacoda að hanna sérsniðna lausn fyrir okkar fyrirtæki.  Hjá Dacoda starfa reynslumiklir og lausnamiðaðir starfsmenn sem þekkja til starfsemi Skólamatar. Hönnunin á nýja upplýsingakerfinu er jákvætt framhald af góðu samstarfi síðustu ára,“ segir Jón.

Dacoda, sem  er eitt af elstu fyrirtækjunum á Íslandi í vefgeiranum, hefur áralanga reynslu í forritun, hönnun, kerfisumsjón og ráðgjöf. Fyrirtækið var stofnað árið 2002 af þeim Ástþóri Inga Péturssyni og Júlíusi Frey Guðmundsyni. Ástþór Ingi segir að það sé alltaf ánægjulegt að fá tækifæri til þess að vinna með fyrirtækjum við að einfalda og auðvelda starfsemina með sérsniðum lausnum. Dacoda hefur í gegnum tíðina unnið að vefhugbúnaðarlausnum fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins.