Skólamatur til skólabarna á Seltjarnarnesi
Skólamatur ehf. hefur undirritað samning við Seltjarnarnesbæ um skólamat fyrir leik- og grunnskóla og að undangengnu útboði.
Við mat á tilboði var horft til verðs og reynslu rekstraraðila að sambærilegum verkefnum. Tilboð Skólamatar ehf. kom best út þegar tekið var tillit til verðs, gæða og reynslu, segir í tilkynningu frá Skólamat.
Samningurinn er til þriggja ára með möguleika á að framlengja tvisvar sinnum um eitt ár eða að hámarki til fimm ára.
Jón Axelsson, framkvæmdastjóri Skólamatar, segir að það sé afar ánægjulegt að fá tækifæri til þess að þjónusta íbúa Seltjarnarnesbæjar og hlakkar til samstarfsins.