Skjár Einn á venjulegu loftneti í Reykjanesbæ
Skjár Einn mun nást á venjulegu loftneti í Reykjanesbæ á næstu dögum. Unnið er að því að koma upp sendibúnaði á UHF og VHF tíðni í Keflavík.Þetta er gert í samvinnu við SkjáVarpið og Landssímann. Útsendingar stöðvarinnar hafa hingað til verið á örbylgjusambandi sem hefur ekki reynst traust hér á Suðurnesjum og truflanir tíðar.