Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Skipulagsbreytingar og stórframkvæmdir hjá Samkaupum
Laugardagur 10. maí 2008 kl. 14:50

Skipulagsbreytingar og stórframkvæmdir hjá Samkaupum

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Breytingar tóku gildi á skipuriti Samkaupa hf. fyrir skemmstu en þær felast m.a. í samþættingu innkaupa- og markaðsmála, sem áður voru á tveimur sviðum, auk þess sem störf rekstarstjóra fyrir hverja verslunartegund voru lögð niður. Í staðinn var stofnað sérstakt rekstarsvið fyrir allar verslanir auk nýs stjórnunarsviðs.

 

Samkaup rekur á fimmta tug  matvöru- og ferðamannaverslana víða um land undir merkjum Kaskó, Nettó, Samkaupa Úrvals, Samkaupa Strax, Krambúðar, Hólmgarðs og Hyrnunnar.

 

Hjá fyrirtækinu starfa um 800 starfsmenn og fer Sturla Eðvarðsson fyrir hópnum sem framkvæmdastjóri.

 

Á meðal breytinga á starfsliði má telja að Kjartan Már Kjartansson gegnir nú starfi forstöðumanns á stjórnunarsviði auk þess að vera staðgengill framkvæmdastjóra, Stefán Guðjónsson er forstöðumaður innkaupa- og markaðssviðs, Benedikt Kristjánsson er forstöðumaður innkaupasviðs ferskvöru og Gunnar Egill Sigurðsson er forstöðumaður rekstrarsviðs.

 

Á meðal annara stjórnenda má telja Dómhildi Árnadóttur, starfsmannastjóra á stjórnunarsviði og Kristjönu Pálsdóttur sem stýrir Vöruhúsi Samkaupa.

 

Samkaup standa annars í stórræðum þessa dagana þar sem framkvæmdir við nýja fimm hæða verslunar- og skrifstofubyggingu við verslun Samkaupa Úrvals í Njarðvík. Auk þess verður verslunin sjálf stækkuð verulega.


VF-mynd/Þorgils