SKIPULAGSBREYTINGAR HJÁ LANDSBANKANUM
Viðar í Hafnarfjörðinn og Jóhanna í KeflavíkFrá og með áramótum myndar viðskiptasvæði Landsbankans á Suðurnesjum og viðskiptasvæði útibússins í Hafnarfirði eina heild undir heitinu Landsbankinn á Reykjanesi. Viðar Þorkelsson svæðisstjóri mun hafa aðsetur í útibúunum í Keflavík og í Hafnarfirði.Svæðisstjóri fer með daglega stjórn útibúsins í Hafnarfirði og hefur yfirumsjón með öðrum útibúum á svæðinu. Jóhanna Elín Óskarsdóttir tekur við starfi útibússtjóra í Keflavík og hefur jafnframt umsjón með afgreiðslum bankans í gömlu flugstöðinni og á 1. hæð í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli. Jóhanna hefur starfað hjá Landsbankanum á Keflavíkurflugvelli frá því í maí 1983 og verið útibússtjóri þar frá 1991. María Guðmundsdóttir forstöðumaður The Change Group, sem er í eigu Landsbanka Íslands hf., mun frá 1. janúar einnig stýra gjaldeyrisafgreiðslu bankans á 2. hæð (fríhöfn) í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli.